Issi vill lóð til framtíðar á Fitjum
Grindvíkingurinn Jóhann Issi Hallgrímsson opnaði Fish and chips vagn í júlí á Fitjum. Staðurinn hefur notið mikilla vinsælda þar en samkvæmt ummælum á Facebook síðu Fish and Chips fær hann fullt hús stiga í stjörnugjöf.
Veitingavagninn hefur verið starfræktur á tímabundnu leyfi frá Reykjanesbæ en nú sækir Tralli ehf. um lóð undir veitingavagn þar sem hann hefur verið staðsettur til bráðabirgða.
Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar tekur vel í umsóknina og hefur falið skipulagsfulltrúa að koma með tillögu að útfærslu.