Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ísljós fer úr Sandgerði til Kaupmannahafnar
Miðvikudagur 20. nóvember 2002 kl. 11:45

Ísljós fer úr Sandgerði til Kaupmannahafnar

Sólrún Anna Símonardóttir eigandi Jöklaljóss, handverkshúss í Sandgerði sendi kertið Ísljós á sýningu á vegum Handverks og hönnunar er kallast Spor, en þar sýnir handverskfólk verk sín. Sýningin er haldin í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar og stendur hún til 25. nóvember. Verk Sólrúnar, Ísljós var valið til þátttöku ásamt fleiri verkum af sýningunni á sérstaka farandssýningu sem haldin verður í Rúnaturninum í Kaupmannahöfn frá 22. mars til 27 . apríl 2003. Sórún segir að það sé mikil viðurkenning að hafa verið valin með verkið á þessa sýningu: „Það er heilmikill heiður að fá verkið sýnt og flutt til Danmerkur,“ sagði Sólrún í samtali við Víkurfréttir. Jöklaljós var stofnað árið 1996 og var byrjað smátt að sögn Sólrúnar: „Við framleiðum handgerð kerti úr hágæða hráefni. Kertin okkar eru seld víða um land og þeim hefur verið tekið vel. Við erum að framleiða hátt á 3ja hundra tegundir af kertum og þau eru öll handgerð.“
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024