Íslenskt fangaflug til arabaríkja
Fjörtíu og einum manni, er vísað var úr landi í Bandaríkjunum, var flogið á vegum Loftleiða, leiguflugfélagsins í Flugleiðasamsteypunni, til Jórdaníu og Egyptalands í gær. Bandarísk yfirvöld skipuðu tólf fylgdarmenn til að fara með fólkið úr landi. Að sögn Erlends Svavarssonar, verkefnastjóra hjá Loftleiðum, er þetta í fyrsta skiptið sem flugvél á vegum Loftleiða og Icelandair flýgur með fólk sem vísað er úr landi í Bandaríkjunum.
Fólkið var flutt úr landi vegna þess að dvalarleyfi þess var útrunnið, en hugsanlegt er að einhverjir í hópnum hafi komið ólöglega til Bandaríkjanna og þess vegna verið fluttir úr landi.Vélin fór frá Bandaríkjunum í gærmorgun og millilenti í Keflavík um tíuleytið. Vélin millilenti síðan í Amman í Jórdaníu þar sem hluti hópsins fór frá borði. Hún hélt síðan áfram til Kaíró í Egyptalandi þar sem hinir í hópnum fóru frá borði.
Erlendur segir að sérstakar ráðstafanir hafi verið gerðar vegna flugsins. Áhöfnin hafi verið valin sérstaklega og skipuð jafn mörgum karlmönnum og mögulegt var. Ein kona var í hópi flugþjónanna og var hún í hefðbundnum flugfreyjubúningi. Erlendur segir, að þar sem mennirnir 41 voru ekki að ferðast af frjálsum vilja, sé litið svo á að betra sé að vera við öllu búin og því hafi áhöfnin verið skipuð körlum. Það sé þó ekki vegna ótta við átök, enda eigi tólf manna fylgdarlið að geta afstýrt slíku, heldur sé talinn óþarfi að ergja fólk þar sem um múslima að ræða.
Erlendur segir að ekki hafi verið gerðir samningar um frekari flutninga af þessu tagi.
Morgunblaðið á Netinu greindi frá þessu í dag.
Myndin: Flugvél Icelandair tekur á loft frá Keflavíkurflugvelli í gærdag. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Fólkið var flutt úr landi vegna þess að dvalarleyfi þess var útrunnið, en hugsanlegt er að einhverjir í hópnum hafi komið ólöglega til Bandaríkjanna og þess vegna verið fluttir úr landi.Vélin fór frá Bandaríkjunum í gærmorgun og millilenti í Keflavík um tíuleytið. Vélin millilenti síðan í Amman í Jórdaníu þar sem hluti hópsins fór frá borði. Hún hélt síðan áfram til Kaíró í Egyptalandi þar sem hinir í hópnum fóru frá borði.
Erlendur segir að sérstakar ráðstafanir hafi verið gerðar vegna flugsins. Áhöfnin hafi verið valin sérstaklega og skipuð jafn mörgum karlmönnum og mögulegt var. Ein kona var í hópi flugþjónanna og var hún í hefðbundnum flugfreyjubúningi. Erlendur segir, að þar sem mennirnir 41 voru ekki að ferðast af frjálsum vilja, sé litið svo á að betra sé að vera við öllu búin og því hafi áhöfnin verið skipuð körlum. Það sé þó ekki vegna ótta við átök, enda eigi tólf manna fylgdarlið að geta afstýrt slíku, heldur sé talinn óþarfi að ergja fólk þar sem um múslima að ræða.
Erlendur segir að ekki hafi verið gerðir samningar um frekari flutninga af þessu tagi.
Morgunblaðið á Netinu greindi frá þessu í dag.
Myndin: Flugvél Icelandair tekur á loft frá Keflavíkurflugvelli í gærdag. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson