Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Íslenskir unglingar vekja athygli í Þýskalandi
Hópur unglinga af suðurnesjunum hefur verið á alþjóðlegri rústabjörgunaræfingu síðstu vikuna.
Föstudagur 27. júlí 2012 kl. 10:20

Íslenskir unglingar vekja athygli í Þýskalandi

Undanfarna viku hafa unglingadeildir frá Grindavík og Reykjanesbæ verið í heimsókn hjá THW í Þýskalandi og tekið þar þátt í gríðarlega stórri hamfaraæfingu. Síðustu daga hefur hópurinn verið í póstavinnu að læra undirstöðuatriði rústabjörgunar og meðhöndlun verkfæra. Strax í upphafi var öllum þáttakendum skipt upp í hópa og skipa Íslendingar og Þjóðverjar einn 33 manna hóp sem kallast Alpha platoon.

Á æfingunni eru einnig unglingadeildir frá Þýskalandi, Rússlandi, Tyrklandi og Rúmeníu, alls um 130 unglingar. Seint í kvöld verður svo haldið af stað í „útkall“ þar sem að krakkarnir fá til umráða bílstjóra og bíla, en aka þarf um 150 km að æfingasvæðinu þar sem líkt verður eftir stórum jarðskjálfta. Hóparnir þurfa frá því lagt er að stað að vera alveg sjálfbær með mat, verkfæri og fleira í rúman sólarhring.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Eins og svo oft áður fær íslenski hópurinn mikla athygli hér fyrir framkomu sína og kunnáttu og er hrósað við hvert tækifæri. Þess má einnig geta að tveir af íslensku umsjónarmönnunum sáu um að kenna öllum hópunum fyrstu hjálp og tókst það mjög vel til. Á hverjum degi er birt nýtt myndband af því sem er í gangi og er íslenski hópurinn í aðalhlutverki í meðfylgjandi myndbandi.