Íslenskir aðalverktakar með yfir milljarð í hagnað á síðsta ári
Hagnaður Íslenskra aðalverktaka, fyrir fjármagnsliði, skatta og afskriftir var 1.016 milljónir króna á síðasta ári og jókst um 271 milljón á fjórða ársfjórðungi 2001, að því er segir í afkomutilkynningu. Rekstrartekjur félagsins námu 8.559 milljónum króna á árinu 2001 samanborið við 9.737 milljónir á árinu 2000.
„Hagnaður fyrir fjármagnsliði og skatta nam 706 milljónum króna á móti 487 milljónum króna á árinu 2000. Hagnaður félagsins fyrir skatta nam 102 milljónum króna en var 301 milljón króna á árinu 2000. Að teknu tilliti til reiknaðs tekju- og eignaskatts var hagnaður ársins 182 milljónir króna samanborið við 203 milljónir króna á árinu 2000. Fjármagnsliðir voru nettó neikvæðir um 629 milljónir króna á árinu samanborið við 194 milljónir króna á árinu 2000. Skýrist þessi þróun að mestu af því að skuldir félagsins eru að stærstum hluta bundnar erlendum gjaldmiðlum og er gengistap af skuldum félagsins vegna áhrifa veikingar íslensku krónunnar 433 milljónir króna.
Verulegur viðsnúningur varð í rekstri félagsins á síðari hluta ársins en samkvæmt 6 mánaða uppgjöri var tap tímabilsins á rekstri 214 milljónir króna og hefur því afkoman batnað um 396 milljónir króna á síðari hluta ársins", segir í tilkynningunni.
Hagnaður fyrir fjármagnsliði, skatta og afskriftir (EBITDA) var 1.016 milljónir króna á árinu 2001 en voru 797 milljónir króna á árinu 2000, segir einnig í tilkynningunni.
„Hagnaður fyrir fjármagnsliði og skatta nam 706 milljónum króna á móti 487 milljónum króna á árinu 2000. Hagnaður félagsins fyrir skatta nam 102 milljónum króna en var 301 milljón króna á árinu 2000. Að teknu tilliti til reiknaðs tekju- og eignaskatts var hagnaður ársins 182 milljónir króna samanborið við 203 milljónir króna á árinu 2000. Fjármagnsliðir voru nettó neikvæðir um 629 milljónir króna á árinu samanborið við 194 milljónir króna á árinu 2000. Skýrist þessi þróun að mestu af því að skuldir félagsins eru að stærstum hluta bundnar erlendum gjaldmiðlum og er gengistap af skuldum félagsins vegna áhrifa veikingar íslensku krónunnar 433 milljónir króna.
Verulegur viðsnúningur varð í rekstri félagsins á síðari hluta ársins en samkvæmt 6 mánaða uppgjöri var tap tímabilsins á rekstri 214 milljónir króna og hefur því afkoman batnað um 396 milljónir króna á síðari hluta ársins", segir í tilkynningunni.
Hagnaður fyrir fjármagnsliði, skatta og afskriftir (EBITDA) var 1.016 milljónir króna á árinu 2001 en voru 797 milljónir króna á árinu 2000, segir einnig í tilkynningunni.