Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Íslensk veðrátta lék ferðamenn illa í Grindavík
Föstudagur 23. ágúst 2002 kl. 14:07

Íslensk veðrátta lék ferðamenn illa í Grindavík

Amerískt ferðapar varð fyrir heldur óskemmtilegri lífsreynslu á tjaldsvæði Grindavíkur laust fyrir klukkan hálf sjö í gærkveldi þegar varamannaskýli frá knattspyrnuvellinum í bænum fauk upp í hávaðaroki og lenti á tjaldinu þeirra en tjaldsvæðið er aðeins nokkrum metrum frá vellinum. Þurfti að flytja þau með sjúkrabíl til Reykjavíkur til aðhlynningar. Að sögn lögreglunnar í Keflavík er ekki vitað hvernig fólkinu líður í dag en vitað er að maðurinn rotaðist við höggið og kvartaði yfir áverkum í hálsi, höfði og öxlum og því var hann fluttur til Reykjavíkur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024