Íslendingur vinsæll áningarstaður
Heimsóknir að víkingaskipinu Íslendingi sem stendur í túnfæti Stekkjarkots, hefur farið fram úr öllum væntingum í sumar. Að meðaltali hafa komið níutíu til eitt hundrað manns á dag í sumar, eru það gestir sem koma einungis á milli kl: 13:00 til 17:00, þegar starfsmenn eru til að taka á móti ferðamönnum á staðnum.
Gunnar Marel segir að ef reiknað er með lágmarks aðsókn er víst að yfir átta þúsund manns hafi heimsótt Íslending/Stekkjarkot undanfarna þrjá mánuði á milli kl. 13:00 og 17:00.
Af þessu má ætla að töluvert yfir tíu þúsund manns hafi komið til að sjá og skoða Íslending/Stekkjarkot frá vordögum.
Komið hefur í ljós að þetta er mjög vinsæll áningarstaður fyrir ferðamanninn til að stansa á og taka myndir áður en haldið er í flug.
Einnig er mikið um að fólk sem er á leið til landsins kemur við á þessum stað. Staðan er þannig í dag að það er stanslaus straumur ferðamanna við Íslending/Stekkjarkot.