Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Íslendingur vinsæll áfangastaður
Þriðjudagur 1. október 2002 kl. 09:36

Íslendingur vinsæll áfangastaður

Víkingaskipið Íslendingur er vinsæll áfangastaður í Reykjanesbæ. Undanfarið hefur skólafólk sótt skipið í tugatali en einnig hafa hópar ferðamanna og frá fyrirtækjum komið og skoðað þetta heimsfræga fley í höfninni í Keflavík.Um síðustu helgi var stór hópur frá Íslandsbanka að gera sér glaðan dag á Suðurnesjum og hluti af ferðinni var heimsókn um borð í Íslending. Þar tók Gunnar Marel Eggertsson á móti fólkinu og sagði sögur úr Ameríkuferðinni og fræddi fólk um byggingu skipsins. Meðfylgjandi mynd tók Hilmar Bragi, ljósmyndari Víkurfrétta við þetta tækifæri.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024