Íslendingur kemur til Reykjanesbæjar
Samkomulag hefur náðst, fyrir forgöngu Reykjanesbæjar, um að víkingaskipið Íslendingur komi aftur heim til Íslands nú í haust. Heimahöfn þess verður í Reykjanesbæ. Framtíðarlega Íslendings er fyrirhuguð í Njarðvík undan alþjóðaflugvellinum í Keflavík, nærri Reykjanesbraut. Ferðamenn munu strax sjá til skipsins ofan af hæðinni af Reykjanesbraut við komu til landsins og eiga möguleika á að kynna sér það, sögu þess og víkingaþjóðarinnar nánar. Með þeim hætti verður Íslendingur fyrsta og síðasta boð um landkynningu fyrir nánast alla ferðamenn sem koma til landsins.
Þá er fyrirhugað að við ströndina í Njarðvík, þar sem Íslendingur verður í víkinni, verði byggt upp Víkingaþorp. Þorpið verður því n.k. sviðsmynd víkingaskipsins Íslendings. Nú er unnið að öflun stuðningsaðila við það verkefni hjá Reykjanesbæ.
Bæjarstjóri, f.h. Reykjanesbæjar hefur samið við Gunnar Marel Eggertsson, eiganda víkingaskipsins, um kaup á því. Með stuðningi ríkisins og fyrirtækja sem fjármagna kaupin ásamt Reykjanesbæ, og samningum við skuldhafa, verða skuldir vegna víkingaskipsins greiddar upp. Er það von Reykjanesbæjar að með þessari ákvörðun verði unnt að halda áfram því mikilvæga landkynningarstarfi sem unnið hefur verið með smíði Íslendings og ferð hans til Norður-Ameríku í tengslum við þúsund ára afmæli landafundanna í vestri.
Gunnar Marel Eggertsson smiður og skipstjóri víkingaskipsins verður ráðinn að kynningum og umsjón með Íslendingi og verkefnum sem skipinu tengjast í Reykjanesbæ.
Sem kunnugt er var Víkingaskipið Íslendingur ein af máttarstoðunum í viðamikilli kynningu landafundanefndar í Norður-Ameríku árið 2000. Sú mikla kynning mun án efa endurspeglast og framlengjast í víkingaskipinu Íslendingi þar sem það verður nú staðsett í nágrenni alþjóðaflugvallarins í Keflavík.
Þau fyrirtæki sem hafa stuðlað að farsælli heimkomu víkingaskipsins Íslendings verða kynnt sérstaklega við komu þess til heimahafnar í Reykjanesbæ í september n.k.
Myndin: Kemur Íslendingur á ljósanótt 2002. Hver veit?
Þá er fyrirhugað að við ströndina í Njarðvík, þar sem Íslendingur verður í víkinni, verði byggt upp Víkingaþorp. Þorpið verður því n.k. sviðsmynd víkingaskipsins Íslendings. Nú er unnið að öflun stuðningsaðila við það verkefni hjá Reykjanesbæ.
Bæjarstjóri, f.h. Reykjanesbæjar hefur samið við Gunnar Marel Eggertsson, eiganda víkingaskipsins, um kaup á því. Með stuðningi ríkisins og fyrirtækja sem fjármagna kaupin ásamt Reykjanesbæ, og samningum við skuldhafa, verða skuldir vegna víkingaskipsins greiddar upp. Er það von Reykjanesbæjar að með þessari ákvörðun verði unnt að halda áfram því mikilvæga landkynningarstarfi sem unnið hefur verið með smíði Íslendings og ferð hans til Norður-Ameríku í tengslum við þúsund ára afmæli landafundanna í vestri.
Gunnar Marel Eggertsson smiður og skipstjóri víkingaskipsins verður ráðinn að kynningum og umsjón með Íslendingi og verkefnum sem skipinu tengjast í Reykjanesbæ.
Sem kunnugt er var Víkingaskipið Íslendingur ein af máttarstoðunum í viðamikilli kynningu landafundanefndar í Norður-Ameríku árið 2000. Sú mikla kynning mun án efa endurspeglast og framlengjast í víkingaskipinu Íslendingi þar sem það verður nú staðsett í nágrenni alþjóðaflugvallarins í Keflavík.
Þau fyrirtæki sem hafa stuðlað að farsælli heimkomu víkingaskipsins Íslendings verða kynnt sérstaklega við komu þess til heimahafnar í Reykjanesbæ í september n.k.
Myndin: Kemur Íslendingur á ljósanótt 2002. Hver veit?