Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Íslendingur kemur á Ljósanótt
Föstudagur 16. ágúst 2002 kl. 23:27

Íslendingur kemur á Ljósanótt

Í ávarpi Steinþórs Jónssonar, bæjarfulltrúa og formann Ljósanæturnefndar, á dægurlagakeppni Ljósanætur í kvöld tilkynnti hann formlega að víkingaskipið Íslendingur myndi sigla inn í heimahöfn í Reykjanesbæ kl. 21:45 á Ljósanótt. Má búast við að atburðurinn verði tilkomumikill enda um mjög sérstakan viðburð að ræða. Í framhaldi af komu Íslendings verður kveikt á lýsingu Bergsins og flugeldasýning haldin og verður væntanlega múgur og margmenni saman komin við smábátahöfnina enda um að ræða hápunkt Ljósanætur. Mun Íslendingur sigla inn í rökkrinu og þar að leiðandi tengjast Ljósanæturhátíðinni á mjög sterkan hátt.

Steinþór sagði m.a. í ávarpi sínu vera stoltur yfir því að málið væri í höfn. „Það er því með miklu stolti og ánægju að fá tækifæri til að tilkynna formlega komu Íslendings á Ljósanótt. Segja má að koma skipsins sé þriðja framkvæmdin sem tengdist Ljósanótt en eins og allir vita var lýsing Bergsins vígð á fyrstu Ljósanóttinni og markaði þar með upphaf hennar og í fyrra var minnismerki um látna sjómenn vígt og nú tökum við á móti Íslendingi í Reykjanesbæ“, sagði Steinþór og bætti því við að samkvæmt upphaflegri stefnu Ljósanæturnefndar væri í framhaldinu stefnt að því að vígja eina nýja skemmtilega framkvæmd árlega.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024