Íslendingur enn væntanlegur á Ljósanótt
Það var hátíðleg móttökuathöfn sem beið víkingaskipinu Íslendingi þegar það sigldi inn til Boston kl. 18.00 í dag. Þrír íslendingar eru um borð í skipinu, allir skipverjar úr hinni merku för frá Íslandi til Ameríku. Það eru auk Gunnars Marels skipstjóra, Elías Jensson stýrimaður og Hörður Adolfsson háseti. Ferðin gengur vel að sögn Gunnars Marels og segir hann skipið í fullkomnu ásigkomulagi og veður mjög gott.
Eftir móttökurnar í dag, heldur skipið af stað til Shelburn í Nova Scotia á morgun, laugardag og er áætlað að það verði komið þangað þann 9. ágúst.
Þá verður Íslendingur hífður um borð í Lagarfoss Eimskipafélagsins og þaðan siglt heim á leið þann 12. ágúst.
Ekki er því loku fyrir það skotið að Íslendingur verði kominn til heimahafnar í Reykjanesbæ fyrir ljósanótt.
Árni Sigfússon, bæjarstjóri afþakkaði gott boð skipuleggjenda móttökunnar í Boston um að vera við móttökuathöfnina. Hann sagði fjárhagsáætlun verkefnisins fyrirfram ákveðna og ekki gert ráð fyrir slíkum ferðakostnaði.
Kemur þetta fram á vef Reykjanesbæjar.
Eftir móttökurnar í dag, heldur skipið af stað til Shelburn í Nova Scotia á morgun, laugardag og er áætlað að það verði komið þangað þann 9. ágúst.
Þá verður Íslendingur hífður um borð í Lagarfoss Eimskipafélagsins og þaðan siglt heim á leið þann 12. ágúst.
Ekki er því loku fyrir það skotið að Íslendingur verði kominn til heimahafnar í Reykjanesbæ fyrir ljósanótt.
Árni Sigfússon, bæjarstjóri afþakkaði gott boð skipuleggjenda móttökunnar í Boston um að vera við móttökuathöfnina. Hann sagði fjárhagsáætlun verkefnisins fyrirfram ákveðna og ekki gert ráð fyrir slíkum ferðakostnaði.
Kemur þetta fram á vef Reykjanesbæjar.