Íslendingur á Jökulsárlóni
Víkingaskipið Íslendingur var sjósett á lóninu fyrir helgi og á mánudagsmorgun luku Gunnar Marel skipstjóri og menn hans við að gera skipið klárt fyrir tökur, en á mánudag voru fyrstu skotin í Bjólfskviðu tekin á Jökulsárlóni. Auk Íslendings var búið að setja skinnbát á flot, svipaðan þeim sem talið er að írskir munkar hafi ferðast á.
Tökur fara einnig fram undir Almannaskarði en þar hefur verið reist lítið fiskimannaþorp. Atriðin sem tekin verða í Austur-Skaftafellssýslu eiga að gerast í Gautlandi en í Mýrdal verða tekin þau atriði sem gerast eiga í Danmörku. Leikstjóri Bjólfskviðu er Sturla Gunnarsson en Andrew Rai Berzinz skrifaði handritið, segir í frétt á fréttavefnum Horn.is.
Mynd: Íslendingur á Jökulsárlóni á mánudag. Ljósmynd/horn.is.
Tökur fara einnig fram undir Almannaskarði en þar hefur verið reist lítið fiskimannaþorp. Atriðin sem tekin verða í Austur-Skaftafellssýslu eiga að gerast í Gautlandi en í Mýrdal verða tekin þau atriði sem gerast eiga í Danmörku. Leikstjóri Bjólfskviðu er Sturla Gunnarsson en Andrew Rai Berzinz skrifaði handritið, segir í frétt á fréttavefnum Horn.is.
Mynd: Íslendingur á Jökulsárlóni á mánudag. Ljósmynd/horn.is.