Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Íslendingi úthýst fyrir Hollywood
Föstudagur 1. júlí 2005 kl. 12:45

Íslendingi úthýst fyrir Hollywood

Víkingaskipið Íslendingur hefur fengið nýjan samastað, en hann situr nú við Stekkjarkot á Fitjum eftir að hafa verið geymdur í Rammahúsinu síðustu ár.

Skipið tekur sig vel út á nýja staðnum, en ein ástæðan bakvið flutningana er sú að Rammahúsið verður notað sem kvikmyndaver fyrir stórmyndina Flags of our Fathers sem verður mynduð í Sandvík og í Krýsuvík í ágúst og september.

Starfsmenn framleiðslufyrirtækisins hafa þegar hafið starfsemi í húsinu, en umsvifin eiga eftir að aukast þegar nær dregur tökum. Húsið er í eigu Reykjanesbæjar sem leigir fyrirtækinu aðstöðuna.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024