Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Íslendingar taki aukinn þátt í rekstri Keflavíkurflugvallar
Fimmtudagur 11. nóvember 2004 kl. 16:32

Íslendingar taki aukinn þátt í rekstri Keflavíkurflugvallar

Davíð Oddsson utanríkisráðherra ætlar á fundi sínum með Colin Powell utanríkisráðherra Bandaríkjanna að semja um að Íslendingar taki meiri þátt í kostnaði við rekstur Keflavíkurflugvallar. Davíð mun hitta utanríkisráðherra Bandaríkjanna á þriðjudag í næstu viku.
Davíð Oddsson flutti munnlega skýrslu um utanríkismál á alþingi í dag og meðal þess sem þar kom fram var að íslensk stjórnvöld hefðu ekki hreyft neinum andmælum við eðlilegri aðlögun Varnarliðsins í breyttum aðstæðum frá lokum Kalda stríðsins. Hins vegar hafi verið lögð rík áhersla á að hér á landi þyrfti að vera varnarviðbúnaður.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024