Íslendingar og Bandaríkjamenn slógust í Keflavík
Fjöldi umferðarlagabrota kom til kasta lögreglunnar um síðustu helgi. Þá var tilkynnt umslagsmál milli Íslendinga og Bandaríkjamanna en þegar lögreglan kom á staðinn hafði áflogsmönnum tekist það sem stjórnvöldum hefur ekki tekist - að koma á sátt milli Bandaríkjamanna og Íslandinga. Eftirfarandi er dagbók lögreglunnar í Keflavík fyrir síðustu helgi.Föstudagurinn 4. júlí 2003
Kl. 13:40 varð umferðaslys á Aðalgötu í Keflavík. Ökumaður sem var einn í bifreið sinni virðist hafa fengið aðsvif með þeim afleiðingum að bifreiðin fór inn í húsgarð og stöðvaðist á húsvegg. Ökumaðurin var fluttur á sjúkrahús þar sem hann var úrskurðaður látinn.
Um kl. 18:23 fóru lögreglumenn að húsi í Sandgerði en tilkynnt hafði verið að reyk legði frá húsinu. Í ljós kom að hita- og rakaskynjari hafði farið í gang því skrúfað var frá heita vatninu í húsinu en enginn var heima. Kannabisræktun var í húsinu og má telja líklegt að skrúfað hafi verið frá heita vatninu til að ná upp viðundandi rakastigi. Tveir menn voru verið handteknir vegna þessa máls.
19 ökumenn voru kærðir fyrir að nota ekki öryggisbelti við aksturinn og eitt barn var án öryggis- eða verndarbúnaðar. Ef barn er undir 15 ára aldri er notkun öryggis- eða verndarbúnaðar á ábyrgð ökumanns og var því ökumaður kærður í umrætt sinn. 3 ökumenn voru kærðir fyrir að tala í farsíma við akstur.
Laugardagurinn 5. júlí 2003
Kl. 03:48 var tilkynnt um eld í bifreið við verslunina Samkaup. Lögreglumenn slökktu eldinn en einhverjar skemmdir urðu á bifreiðinni. Engin meiðsl urðu á fólki.
Kl. 13:54 kom upp eldur í Sorpeyðingarstöð Suðurnesja. Kviknað hafði í glussaolíu við brennara. Skökkvilið frá Brunavörnum Suðurnesja og af Keflavíkurflugvelli fóru á staðinn. Greiðlega gekk að slökkva eldinn. Skemmdir voru minniháttar.
Fjórir ökumenn og tveir farþegar voru kærðir fyrir að nota ekki bílbelti.
Þrír ökumenn vor kærðir fyrir að tala í farsíma við akstur.
Tveir ökumenn voru kærðir fyrir að stöðva ekki við stöðvunarskyldu.
Tveir ökumenn voru kærðir vegna ökuskírteina, annar fyrir að hafa ökuskírteinið ekki meðferðis við aksturinn og hinn fyrir að hafa ekki endurnýjað ökuréttindi sín.
Tveir ökumenn stöðvaðir fyrir að aka á 118 og 121 km hraða á Reykjanesbraut þar sem leyfður hámarkshraði er 90 km.
Sunnudagurinn 6. júlí 2003.
Kl. 03:02 var ökumaður kærður fyrir að vera með of marga farþega í bifreið sinni.
Kl. 06:25 var ökumaður stöðvaður á Smáratúni í Keflavík og er hann grunaður um að hafa ekið bifreiðinni með áfengisáhrifum.
Kl. 06:39 var tilkynnt um slagsmál við veitingastaðinn Casino í Keflavík. Þarna höfðu Íslendingar og Bandaríkjamenn verið að slást en svo virðist sem sættir hafi náðst á vettvangi.
Kl. 18:52 var tilkynnt um árekstur á Njarðarbraut í Njarðvík, móts við gömlu steypustöðina. Annar ökumaðurinn kenndi til eymsla í baki og hálsi.
Kl. 23:35 var ökumaður kærður fyrir að aka á 107 km hraða á Reykjanesbraut, móts við Grænás, en þar er hámarkshraði 70 km.
Kl. 13:40 varð umferðaslys á Aðalgötu í Keflavík. Ökumaður sem var einn í bifreið sinni virðist hafa fengið aðsvif með þeim afleiðingum að bifreiðin fór inn í húsgarð og stöðvaðist á húsvegg. Ökumaðurin var fluttur á sjúkrahús þar sem hann var úrskurðaður látinn.
Um kl. 18:23 fóru lögreglumenn að húsi í Sandgerði en tilkynnt hafði verið að reyk legði frá húsinu. Í ljós kom að hita- og rakaskynjari hafði farið í gang því skrúfað var frá heita vatninu í húsinu en enginn var heima. Kannabisræktun var í húsinu og má telja líklegt að skrúfað hafi verið frá heita vatninu til að ná upp viðundandi rakastigi. Tveir menn voru verið handteknir vegna þessa máls.
19 ökumenn voru kærðir fyrir að nota ekki öryggisbelti við aksturinn og eitt barn var án öryggis- eða verndarbúnaðar. Ef barn er undir 15 ára aldri er notkun öryggis- eða verndarbúnaðar á ábyrgð ökumanns og var því ökumaður kærður í umrætt sinn. 3 ökumenn voru kærðir fyrir að tala í farsíma við akstur.
Laugardagurinn 5. júlí 2003
Kl. 03:48 var tilkynnt um eld í bifreið við verslunina Samkaup. Lögreglumenn slökktu eldinn en einhverjar skemmdir urðu á bifreiðinni. Engin meiðsl urðu á fólki.
Kl. 13:54 kom upp eldur í Sorpeyðingarstöð Suðurnesja. Kviknað hafði í glussaolíu við brennara. Skökkvilið frá Brunavörnum Suðurnesja og af Keflavíkurflugvelli fóru á staðinn. Greiðlega gekk að slökkva eldinn. Skemmdir voru minniháttar.
Fjórir ökumenn og tveir farþegar voru kærðir fyrir að nota ekki bílbelti.
Þrír ökumenn vor kærðir fyrir að tala í farsíma við akstur.
Tveir ökumenn voru kærðir fyrir að stöðva ekki við stöðvunarskyldu.
Tveir ökumenn voru kærðir vegna ökuskírteina, annar fyrir að hafa ökuskírteinið ekki meðferðis við aksturinn og hinn fyrir að hafa ekki endurnýjað ökuréttindi sín.
Tveir ökumenn stöðvaðir fyrir að aka á 118 og 121 km hraða á Reykjanesbraut þar sem leyfður hámarkshraði er 90 km.
Sunnudagurinn 6. júlí 2003.
Kl. 03:02 var ökumaður kærður fyrir að vera með of marga farþega í bifreið sinni.
Kl. 06:25 var ökumaður stöðvaður á Smáratúni í Keflavík og er hann grunaður um að hafa ekið bifreiðinni með áfengisáhrifum.
Kl. 06:39 var tilkynnt um slagsmál við veitingastaðinn Casino í Keflavík. Þarna höfðu Íslendingar og Bandaríkjamenn verið að slást en svo virðist sem sættir hafi náðst á vettvangi.
Kl. 18:52 var tilkynnt um árekstur á Njarðarbraut í Njarðvík, móts við gömlu steypustöðina. Annar ökumaðurinn kenndi til eymsla í baki og hálsi.
Kl. 23:35 var ökumaður kærður fyrir að aka á 107 km hraða á Reykjanesbraut, móts við Grænás, en þar er hámarkshraði 70 km.