Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Íslandsstofa mun funda með Suðurnesjamönnum
Fimmtudagur 29. ágúst 2013 kl. 13:27

Íslandsstofa mun funda með Suðurnesjamönnum

Íslandsstofa mun funda með Suðurnesjamönnum um miðjan septembermánuð. Fundurinn er hins vegar ekki inni í fundarherferð sem greint var frá í morgun.
 
Um nokkurt skeið hefur staðið til að kynna starfsemi Íslandsstofu á Suðurnesjum  í samstarfi við Atvinnuþróunarfélag Suðurnesja. Hefur nýlega verið ákveðið að sú kynning verði þriðjudaginn 17. september. Þá verður greint almennt frá starfsemi stofunnar og Guðrún Birna Jörgensen verkefnisstjóri Ísland allt árið mun kynna vetraáætlun verkefnisins. Um er að ræða sömu kynningu og farið verður með í hringferð um landið í samstarfi Samtaka Atvinnurekenda í Ferðaþjónustu (SAF) og Íslandsstofu.

Fundurinn sem verður haldinn 17. september er einkum ætlaður þeim sem eru að taka þátt í klösum (jarðhita- og ferðamálaklösum) og ekki hugsaður sem opinn fundur. Þá er vilji SAF að halda opinn fund þar sem allir geta tekið þátt, segir Ríkharður Íbsen, sem nýlega tók sæti í stjórn Íslandsstofu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024