Íslandspóstur lokar póstafgreiðslu í Vogum
Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga gerir ekki athugasemd við áform Íslandspósts hf. um breytt fyrirkomulag póstþjónustu í Vogum, enda verði áfram tryggð sambærileg þjónusta og nú er.
Erindi Póst- og fjarskiptastofnunar dags. 01.06.2016, vegna erindis Íslandspósts um lokun póstafgreiðslu í Vogum var tekið fyrir á fundi bæjarráðs í Vogum í gær. Í erindinu er óskað umsagnar sveitarfélagsins um fyrirhugaða lokun póstafgreiðslunnar og breyttrar þjónustu Íslandspósts.