Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Íslandsferðin hófst í tjörninni við Leifsstöð
Lögreglumenn og starfsmenn bílaleigunnar virða fyrir sér aðstæður í tjörninni við Leifsstöð nú áðan.
Laugardagur 7. júlí 2012 kl. 14:02

Íslandsferðin hófst í tjörninni við Leifsstöð

Íslandsferð eldri hjóna hófst með ósköpum nú áðan. Eftir að hafa tekið jeppa á leigu hjá bílaleigu á Keflavíkurflugvelli keyrði ökumaðurinn niður gjaldhlið við flugstöðina og fór þaðan yfir tengikassa, þvert yfir rútu- og leigubílastæði og út í tjörnina við listaverkið Þotuhreiðrið.

Svo virðist sem ökumaðurinn hafi ætlað uppúr tjörninni aftur en hafnaði þar á stórum steinum. Þaðan var bílnum bakkað aftur út í tjörnina þar sem hann staðnæmdist mikið skemmdur.

Lögreglan á Suðurnesjum vinnur nú á vettvangi óhappsins. Engin slys urðu á fólki og líklegast er talið að ökumaðurinn hafi stigið fast á eldsneytisgjöfina í stað þess að stíga á hemla bílsins.

VF-myndir: Hilmar Bragi Bárðarson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024