Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Íslandsbleikja stækkar í 3000 tonn
Mynd: Kvótinn.is.
Mánudagur 4. maí 2015 kl. 09:23

Íslandsbleikja stækkar í 3000 tonn

Áformað er að halda áfram uppbyggingu á fiskeldi á Stað í Grindavík. Fyrirhuguð er stækkun á eldisrými Íslandsbleikju úr 25 þúsund rúmmetrum í 66 þúsund rúmmetra með fjölgun eldiskerja og framleiðsluleyfi á bleikju úr 1600 tonn í 3000 tonn. Í þremur áföngum á  að bæta við alls 22 (2000 m3) steyptum hringlaga kerum. Greint er frá þessu á vefnum Grindavík.net

Í fyrsta áfanga er gert ráð fyrir að byggja nýja fóðurstöð og breyta vatnsmiðlun á áframeldissvæðinu með því að steypa miðlægar rennur í stað núverandi vatnsmiðlunartanks. Með því að lækka vatnshæð miðlunartanka er hægt að minnka kostnað við dælingu. Í öðrum áfanga svo er gert ráð fyrir að steypa 12 ker vestan við áframeldiskerin sem fyrir eru á svæðinu. Þessi ker munu standa lægra en núverandi ker þannig að hægt verður að veita vatni á milli eldissvæða og endurnýta þannig hluta af eldisvatninu án þess að kosta miklu til við dælingu. Þriðji áfangi gerir svo ráð fyrir 10 kerum neðan við  svokallað Hreiður og millistöð. Sú staðsetning gerir endurnýtingu mögulega frá þessum eldiseiningum og einnig frá seiðastöð. Markmiðið er að nýta vatnið í stöðinni sem allra best en það dregur úr kostnaði við dælingu og hefur þannig töluverðahagræðingu í för með sér. niðurstaða Skipulagsstofnunar að stækkun á eldisrými Íslandsbleikju ehf. og aukning á framleiðslumagni úr 1.600 tonnum í 3.000 tonn sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og skuli því ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Nánar um málið hér