Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Íslandsbleikja flytur vinnslu til Sandgerðis
Íslandsbleikjka flytur í húsnæði Marmetis í Sandgerði. VF-mynd: Hilmar Bragi
Föstudagur 27. janúar 2017 kl. 12:55

Íslandsbleikja flytur vinnslu til Sandgerðis

Íslandsbleikja mun í haust flytja slátrun og vinnslu á bleikju frá Grindavík til Sandgerðis. Íslandsbleikja er með laxeldið í Öxarfirði og eru um 1.000 tonn framleidd þar á ári. Bleikjueldið er á Vatnsleysuströnd og á Stað við Grindavík. Tvær seiðastöðvar eru í Ölfusi. Laxaslátrunin er í Öxarfirði og bleikjunni er slátrað og hún unnin  í Grindavík þar til í haust.
 
„Ákveðið hefur verið að færa vinnsluna á bleikjunni frá  Grindavík til Sandgerðis í nýlegt mjög vandað fiskvinnsluhús, sem áður var í eigu fyrirtækis sem hét Marmeti. Við stóðum frammi fyrir miklum endurbótum á því húsnæði sem við erum í í Grindavík samfara aukningu í eldinu. Við mátum það betri kost að flytja starfsemina yfir í þetta hús í Sandgerði sem gefur okkur möguleika á að þróa vinnsluna enn frekar hjá okkur auk þess sem þar er mjög góður lausfrystir sem er hjartað í svona húsum. Við teljum að þessi flutningur sé betri lausn fyrir okkur til framtíðar auk þess sem við höfum ekki möguleika á að stöðva framleiðsluna vegna breytinga vegna skuldbindinga okkar varðandi afhendingar á afurðum allt árið um kring. Þar má ekkert stoppa. Það verður svo mjög spennandi að byggja upp nýja vinnslu með okkar fólki, sem við ætlum að hafa af fullkomnustu gerð. Við gerum ráð fyrir því að hefja vinnslu þar í haust,“ segir Jón Kjartan Jónsson, framkvæmdastjóri Íslandsbleikju, í samtali við kvotinn.is.
 
 
 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024