Íslandsbanki opnar hraðbanka á Fitjum
Íslandsbanki hefur opnað hraðbanka á Fitjum. Hraðbankinn er staðsettur á milli Subway og Apótekarans.
Lengi hefur verið kallað eftir hraðbanka á þessum slóðum en fyrr á árinu skapaðist mikil umræða á samfélagsmiðlum um vöntun á hraðbanka á Fitjum eða í Innri Njarðvík.