Ísland gæti orðið freistandi skotmark
Bandarískur sérfræðingur í alþjóðlegum öryggismálum, sem gjörþekkir íslensk varnarmál, heldur því fram í grein í Morgunblaðinu í morgun að ef Bandaríkjamenn hætta loftvörnum hér gæti Ísland orðið freistandi skotmark fyrir þá sem vilja koma höggi á vestræn ríki. Segir hann að brottför bandarísku orrustuþotanna frá Keflavík leiði til þess að Reykjavík verði eina höfuðborg Evrópu án varna í lofti.Í greininni í Morgunblaðinu segir sérfræðingurinn, Michael T. Corgan, að auðvitað verði bandaríska varnarmálaráðuneytið stöðugt að endurskoða skuldbindingar heraflans um heim allan. „Það mætti jafnvel færa að því rök að Ísland sé á fremur öruggum stað á hnettinum. En það hefði einnig mátt segja um neðri hlutann á Manhattan fyrir 11. september. Erum við að taka þá áhættu að stefna öryggi Íslands í hættu með því að fjarlægja einu loftvarnir landsins þannig að næstu varnir séu í nokkurra klukkustunda fjarlægð? Það væri freistandi skotmark fyrir þá, sem vilja koma höggi á vestræn ríki; heilt NATO-ríki án tiltækra varna."
Corgan, sem er aðstoðarprófessor í alþjóðastjórnmálum við Boston University og var á sínum tíma Fullbright gistikennari við Háskóla Íslands, segir ennfremur í greininni, að hernaðaraðgerðir Bandaríkjamanna í Afganistan og Írak hafi sýnt umheiminum að það borgi sig ekki að vera óvinur Bandaríkjanna. Aðgerðirnar á Íslandi sýni að ef til vill borgi það sig ekki heldur að vera vinur Bandaríkjamanna.
Corgan, sem er aðstoðarprófessor í alþjóðastjórnmálum við Boston University og var á sínum tíma Fullbright gistikennari við Háskóla Íslands, segir ennfremur í greininni, að hernaðaraðgerðir Bandaríkjamanna í Afganistan og Írak hafi sýnt umheiminum að það borgi sig ekki að vera óvinur Bandaríkjanna. Aðgerðirnar á Íslandi sýni að ef til vill borgi það sig ekki heldur að vera vinur Bandaríkjamanna.