Ísland án loftvarna – þoturnar farnar!
Herþotur Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli eru farnar frá Íslandi og koma ekki aftur. Síðustu vélarnar fóru í morgun. Þetta staðfesti Friðþór Eydal, upplýsingafulltrúi Varnarliðsins, í samtali við Víkurfréttir nú í kvöld.
Þoturnar fóru frá Íslandi til herstöðvar í Bandaríkjunum en vélarnar voru frá þjóðvarðliði Missouri. Vélunum fylgdi DC-10 eldsneytisflutningavél.
Tvær björgunarþyrlur eru enn á landinu en þær fara í september.
Mynd frá brottför F-15 vélanna í dag.
Ljósmynd: Varnarliðið