Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Isavia veitir 3 milljónir til samfélagsverkefna
Mánudagur 27. janúar 2014 kl. 15:03

Isavia veitir 3 milljónir til samfélagsverkefna

- Sjóðnum bárust nærri 100 umsóknir vegna margvíslegra góðgerðarmálefna

Styrktarsjóður Isavia hefur veitt 2.925.000 króna til níu samfélagsverkefna sem tengjast forvörnum ungmenna, líknarmálum, góðgerðarmálum, umhverfismálum og flugtengdum verkefnum. Sjóðnum bárust nærri 100 umsóknir vegna margvíslegra góðgerðarmálefna á liðnu ári og voru styrkir afhentir í aðalstöðvum Isavia á Reykjavíkurflugvelli sl. föstudag.

Eftirtaldir aðilar hlutu styrki Isavia að þessu sinni:

Félag heyrnarlausra til framleiðslu á fræðsluefninu Tinna táknmálsálfur - 350.000

Fræðsla og forvarnir til endurútgáfu bókarinnar Fíkniefni og forvarnir - 300.000

Átakið „Allir öruggir heim“ til kaupa á endurskinsvestum fyrir leikskólabörn - 490.000

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til kaupa á EKG hjartalínuritstæki fyrir heilsugæslu - 485.000

Rauði krossinn á Íslandi til kaupa á búnaði til hjálparstarfa - 500.000

Barnaheill vegna átaksins Jólapeysan 2013 - 100.000

Blái herinn vegna umhverfishreinsunar - 150.000

Flugmálaútgáfan til útgáfu tímaritsins Flugið - 250.000

Heiðarholt – skammtímavistun til smíði á aðstöðu fyrir vistmenn - 300.000


Styður fjölda samfélagsverkefna

Auk ofangreindra samfélagsverkefna styður Styrktarsjóður Isavia Slysavarnafélagið Landsbjörgu sem hefur með höndum afar mikilvæga viðbragðsþjónustu vegna flugvalla Isavia um land allt.  Jafnframt styrkir félagið Háskólann í Reykjavík og Háskóla Íslands vegna meistara- og doktorsverkefna og veitir aðstöðu fyrir söfnunarbauka góðgerðarfélaga í flugstöðinni á Keflavíkurflugvelli þar sem 2,5 - 3 milljónir króna söfnuðust á nýliðnu ári.   

Isavia annast rekstur og uppbyggingu allra flugvalla ríkisins og stýrir flugumferð í íslenska flugstjórnarsvæðinu sem er eitt hið stærsta í heiminum. Um 650 manns starfa hjá félaginu auk 175 hjá dótturfélögunum Fríhöfninni og Tern Systems.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024