Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Isavia undirritar yfirlýsingu um ábyrga ferðaþjónustu
Frá undirritun yfirlýsingar um ábyrga ferðaþjónustu. Mynd af vef Isavia.
Föstudagur 13. janúar 2017 kl. 06:00

Isavia undirritar yfirlýsingu um ábyrga ferðaþjónustu

Isavia er eitt af 200 fyrirtækjum í ferðaþjónustu sem undirrituðu yfirlýsingu um ábyrga ferðaþjónustu í Háskólanum í Reykjavík í vikunni. Undirritunin er hluti af hvatningaverkefni sem stuðla á að umhverfisvernd og samfélagsábyrgð. Þannig hefur atvinnugreinin tekið höndum saman um að sýna samstöðu og ábyrgð í að byggja upp sterkar stoðir til langs tíma og vinna markvisst að þeim. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannessyni er verndari verkefnisins.

 Isavia er eitt þeirra sjö fyrirtækja sem eru bakhjarlar verkefnisins og skrifaði Björn Óli undir samkomulagið fyrir hönd fyrirtækisins.
 
 Yfirlýsingin er svohljóðandi:
 
Ferðaþjónustan á Íslandi er mikilvæg atvinnugrein sem getur stuðlað að langtíma velferð og góðum orðstír þjóðarinnar. Í ferðaþjónustunni eru margar áskoranir sem snúa að samfélagsábyrgð fyrirtækja. Þar má telja aukinn ágang á náttúruna, að réttindi starfsfólks séu virt, að nærsamfélögin sem ferðamenn heimsækja fái sanngjarnan skerf af ávinningnum og ekki síst að öryggi ferðamanna sé tryggt og þeim veitt góð þjónusta.
 
Við undirrituð ætlum að stuðla að ábyrgri ferðaþjónustu með því að:
 
1. Ganga vel um og virða náttúruna
 
2. Tryggja öryggi gesta okkar og koma fram við þá af háttvísi.
 
3. Virða réttindi starfsfólks.
 
4. Hafa jákvæði áhrif á nærsamfélagið.
 
Við munum setja okkur markmið um ofangreinda þætti, mæla og birta reglulega upplýsingar um árangur fyrirtækisins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024