Isavia styrkir verkefni um land allt
Isavia veitti fjölda verkefna um land allt styrki í haustúthlutun styrktarsjóðs Isavia á dögunum. Meðal verkefna voru fræðsluefnið Viltu vera memm sem dreift var í alla leikskóla í Reykjanesbæ og Future Fiction, ráðstefna um tækifæri og möguleika á Miðnesheiði eftir að starfsemi herstöðvarinnar var lögð niður.
Eftirfarandi verkefni hlutu styrki:
- Neistinn styrktarfélag hjartveikra barna
- Parkinson samtökin á Íslandi
- Aðalheiður Sigurðardóttir – Ég er Unik, fyrirlestrar um einhverfu
- Afrika Lole – styrkur til þess að halda Fest Afrika
- Harpa Lúthersdóttir og Leikskólar Rekjanesbæjar – fræðsluefni um einelti undir heitinu Viltu vera memm. Efninu var dreift til allra leikskóla í Reykjanesbæ.
- Skátafélagið Heiðabúar – styrkur til kaupa á búnaði
- Future fiction – styrkur til ráðstefnuhalds Ásbrú. Markmið er að fjalla um möguleika og tækifæri eftir að starfssemi herstöðvarinnar á miðnesheiði var lögð niður.
- Héraðssamband Vestfirðinga – styrkur til íþróttastarfs barna og unglinga
- Héraðssamband Bolungarvíkur – styrkur til íþróttastarfs barna og unglinga
- Íþróttabandalag Akureyrar – styrkur til íþróttastarfs barna og unglinga
- Ungmenna- og íþróttasamband Egilsstaða – styrkur til íþróttastarfs barna og unglinga