Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Isavia samdi við HS Orku um raforkukaup
Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku, og Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia, við undirritun samningsins.
Föstudagur 21. júní 2019 kl. 14:16

Isavia samdi við HS Orku um raforkukaup

Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia, og Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku, hafa undirritað samning um raforkukaup Isavia. Samningurinn er gerður í kjölfar útboðs þar sem HS Orka var lægstbjóðandi. Samningurinn gildir næstu fjögur árin með heimild til framlengingar tvisvar sinnum um tvö ár í senn, þannig að heildarsamningstími getur orðið átta ár.

„Með samningnum nær Isavia fram hagræði í raforkukaupum ásamt því að hann er liður í að minnka kolefnisfótspor Isavia þar sem gerð er krafa um að öll keypt raforka sé endurnýjanleg,“ segir Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia. „Hægt verður að kalla eftir uppruna- og hreinleikavottorði hvenær sem er á samningstíma.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024