Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Isavia og NIB undirrita lánasamning vegna framkvæmda á Keflavíkurflugvelli
fv. Stefán Jón Friðriksson, lánastjóri NIB, og Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia.
Þriðjudagur 16. maí 2023 kl. 17:46

Isavia og NIB undirrita lánasamning vegna framkvæmda á Keflavíkurflugvelli

Isavia ohf. og Norræni fjárfestingarbankann (NIB) undirrituðu í dag samning um lán til tíu ára að fjárhæð 50 milljóna evra, eða sem nemur jafnvirði um 7,5 milljörðum íslenskra króna, vegna framkvæmda á Keflavíkurflugvelli, sér í lagi við austurálmu flugstöðvarinnar.

Nýja byggingin mun bæta 23 þúsund fermetrum við núverandi flugstöð og þannig stækka hana um 30%. Gert er ráð fyrir að framkvæmdin fái framúrskarandi einkunn á grundvelli BREEAM-vottunarkerfisins. Hún verði að hluta tekin í notkun fyrir lok árs 2023 og verði að fullu lokið árið 2024.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia, segir að félagið hafi sett sér metnaðarfull en um leið afmörkuð og skýr markmið í umhverfismálum og fylgi ítarlegri aðgerðaráætlun til að koma sjálfbærnistefnu Isavia í framkvæmd. „Uppbyggingin er vottuð með BREEAM sem er óháð vottun sem tryggir mikilvægt aðhald og að sjálfbærni verði höfð að leiðarljósi í framkvæmdunum. Stefnt er að því að minnka kolefnisspor framkvæmda, minnka vatns- og rafmagnsnotkun og viðhalda grænum svæðum og líffræðilegum fjölbreytileika í hönnun og framkvæmd.“

Sveinbjörn segir verkefnin mörg sem fram undan séu í framkvæmdunum og því mikilvægt að fá NIB að borðinu. „Við erum að bæta við flugstöðvarbygginguna og framkvæma á akstursbrautum  – allt til að bæta þjónustuna við notendur Keflavíkurflugvallar.“

André Küüsvek, forstjóri og stjórnarformaður NIB, segir að lánasamningurinn við Isavia sýni fram á mikilvægi langtíma fjárfestingar í fluggeiranum til að styðja við efnahagsvöxt og flugtengingar. „Keflavíkurflugvöllur er mikilvæg tengistöð fyrir ferðaþjónustu á Íslandi og þess er vænst að hún leiki mikilvægt hlutverk í efnahag landsins,” segir Küüsvek.

Norræni fjárfestingarbankinn er alþjóðleg fjármálastofnun í eigu aðildarlandanna átta: Danmerkur, Eistlands, Finnlands, Íslands, Lettlands, Litáens, Noregs og Svíþjóðar. Bankinn lánar til opinberra verkefna og einkaverkefna jafnt innan sem utan aðildarríkjanna.