Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ísak tekur sæti Bjarkar
Miðvikudagur 7. janúar 2015 kl. 14:54

Ísak tekur sæti Bjarkar

Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti í gær að veita Björk Þorsteinsdóttur varabæjarfulltrúa lausn frá störfum í bæjarstjórn að eigin ósk út kjörtímabilið og mun Ísak Ernir Kristinsson sem er 9. maður á lista Sjálfstæðisflokksins taka sæti sem varabæjarfulltrúi og mun honum verða veitt kjörbréf.

Hanna Björg Konráðsdóttir tekur sæti sem aðalmaður í atvinnu- og hafnarráði í stað Bjarkar Þorsteinsdóttur og var hún sjálfkjörin á fundinum í gær.

Þá kom tillaga um Jóhann Snorra Sigurbergsson sem aðalmann í umhverfis- og skipulagsráð í stað Guðmundar Péturssonar og var hann sjálfkjörinn.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024