Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ísaga ehf. vill umsögn Vogamanna um verksmiðju
Þriðjudagur 24. nóvember 2015 kl. 15:14

Ísaga ehf. vill umsögn Vogamanna um verksmiðju

Hljóðstig frá fyrirhugaðri starfsemi ÍSAGA ehf. á iðnaðarsvæði við Voga verður innan viðmiðunarmarka reglugerðar um hávaða. Þetta sýna kort sem umhverfis- og skipulagsnefnd Voga hefur undir höndum. Nefndin tekur jákvætt í breytingu á deiliskipulagi sem þarf að gera vegna fyrirhugaðrar framkvæmdar.

Nefndin hefur erindi Ísaga ehf. til meðferðar þessa dagana. Í erindinu er lýst áformum fyrirtækisins um uppbyggingu nýrrar súrefnis- og köfnunarefnisverksmiðju á iðnaðarsvæði við Vogabraut, ásamt því að starfsemi fyrirhugaðrar verksmiðju er lýst nánar. Í erindinu er þess farið á leit við Sveitarfélagið Voga að það gefi á þessu stigi umsögn um fyrirhugaða framkvæmd og þeirri breytingu sem fyrirséð er að gera þurfi á deiliskipulagi vegna hæðar kæliturns og tanka, áður en lengra er haldið í undirbúningi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024