Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Iron Maiden líkaði vel dvölin á Hótel Keflavík
Miðvikudagur 8. júní 2005 kl. 21:59

Iron Maiden líkaði vel dvölin á Hótel Keflavík

Hótel Keflavík var stjörnum prýtt síðustu nótt því að afloknum tónleikum Iron Maiden í Egilshöll var hljómsveitinni ekið til Keflavíkur þar sem hún átti bókaða gistingu á Hótel Keflavík.
Forsprakki sveitarinnar, Bruce Dickinson, hefur verið tíður gestur á hótelinu í tengslum við flugmannsstarf sitt fyrir Aestreus-flugfélagið, sem m.a. sá Iceland Express fyrir flugvélum. Að sögn Steinþórs Jónssonar, hótelstjóra Hótels Keflavíkur kom ekkert annað til greina hjá flugstjóranum og söngvaranum góðkunna annað en að panta gistingu í Keflavík og það á Hótel Keflavík. Hljómsveitarmeðlimir lofuðu hótelið á allan hátt í morgun þegar þeir yfirgáfu næturstað sinn og héldu utan.

Myndin: Bruce Dickinson, flugstjóri hjá Aestreus og söngvari Iron Maiden við komuna til landsins á þriðjudag. Hann hóf Íslandsheimsóknina í Bláa lóninu og pantaði einnig gistingu fyrir hljómsveit sína á Hótel Keflavík. VF-mynd: AMG

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024