Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Intrum rukki ekki fyrir bæjarsjóð
Mánudagur 23. mars 2009 kl. 08:56

Intrum rukki ekki fyrir bæjarsjóð


Vegna ástandsins í þjóðfélaginu mælir bæjarráð Grindavíkur ekki með að gengið verði til samninga við Intrum og Lögheimtuna um innheimtu en tillaga þess efnis frá Intrum lá fyrir á síðasta fundi ráðsins.
„Á þessum tímum þegar margar fjölskyldur eiga erfitt með að ná endum saman mun Grindavíkurbær ekki fara í hertari innheimtuaðgerðir á sínum gjöldum. Við hvert útsent innheimtubréf leggst álag frá innheimtufyrirtækinu sem yrði á engann hátt til bóta fyrir þessar fjölskyldur. Innheimtan mun því halda sér í sama formi og hefur verið,“ segir í funargerð bæjarráðs.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024