Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtudagur 10. júní 1999 kl. 21:49

INNSIGLING DÝPKAR

Innsiglingin dýpkar Öflugasta dýpkunargrafa Evrópu heldur vel áætlun við dýpkun Grindavíkurhafnar og gert er ráð fyrir að framkvæmdum ljúki á áætlun í ágúst nk. „Það er óhætt að segja það að þetta gengur ágætlega. Þarna er unnið með mjög öflug tæki og dugandi mannskapur að verki “ sagði Einar Njálsson, bæjarstjóri, við VF. Sigurður Einarsson, hjá hafnasviði Siglingastofnunar, sagði árangurinn mældan í fermetrum af tilbúnu svæði og heildarfermetrafjölda framkvæmdanna vera 33.500 fm. „Nú þegar hefur fullu dýpi verið náð á 3.500 fm. svæði, búið að hreinsa ofan af 10.500 fm. og sprengja fyrir 6.500 fm. til viðbótar.“
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024