Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Innritun í frístundaskólann hafin
Fimmtudagur 9. júní 2005 kl. 15:59

Innritun í frístundaskólann hafin

Innritun í frístundaskólann er hafin fyrir skólaárið 2005-6 en umsjón skólans verður nú í höndum fræðslusviðs í stað menningar-, íþrótta- og tómstundasviðs áður.

Frístundaskólinn mun starfa í öllum grunnskólum bæjarins næsta vetur en þar gefst nemendum kostur á að taka þátt í fjölbreyttu og þroskandi starfi og leik. Nemendur geta stundað íþróttir, sótt skátastarf og tekið þátt í margs konar tómstundastarfi.

Frístundaskólinn hefst að loknum skóladegi og stendur til kl. 17.00 alla daga.

Gjald er kr. 8.500 á mánuði. Innifalið er síðdegishressing og gjald fyrir eina íþróttagrein sem og gjald fyrir skátastarf.

Nemendur í 1. bekk hafa fengið sent umsóknareyðublað og þurfa þeir að skila því fyrir 24. júlí að Tjarnargötu 12. Þar verða einnig til umsóknareyðublöð fyrir þá sem þess óska. Umsóknarfrestur rennur út 24. júlí.

Einnig eru rafræn eyðublöð á vef skólans

Tenglar:
Reykjanesbaer.is/fristundaskoli

Kemur þetta fram á vefsíðu Reykjanesbæjar
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024