Innritun fyrir morgunflug hefst á miðnætti í sumar
-Nýtt átak á Keflavíkurflugvelli
Innritun fyrir farþega Icelandair, WOW og Primera verður opnuð á miðnætti á Keflavíkurflugvelli í sumar, en það er nýtt átak sem verður áframhaldið ef vel gengur til.
Vísir greindi frá því að staðan hefði verið þannig síðustu misseri að um 150 til 200 farþegar dvelji að jafnaði í flugstöðinni á nóttunni á meðan þeir bíði eftir að geta innritað sig í morgunflug, en talið er að þessi farþegafjöldi geti farið allt upp í 300 til 400 í sumar. Farþegar munu þá komast fyrr leiðar sinnar inn í fríhöfn á morgnana og á veitinga- og þjónustustaði, sem verða langflestir opnir á þessum tíma.