Innrásin á Iwo Jima undirbúin í Höfnum
Í gær komu til Hafna í Reykjanesbæ fimm bandarískir innrásarprammar sem notaðir verða í kvikmyndinni Flags of our Fathers sem m.a. verður tekin í Sandvík innan fárra vikna. Prammarnir komu á gámafletum og voru teknir af bílum við húsnæði það sem áður var gamla frystihúsið í Höfnum og síðast tilraunastofur.
Þar hafa starfsmenn Clint Eastwood hreiðrað um sig eins og á Fitjum þar sem þeir eru í gamla Ramma, sem nú er ekki kallaður annað en Hollywood-skemman eða Pano-Ramma!
Þar hafa starfsmenn Clint Eastwood hreiðrað um sig eins og á Fitjum þar sem þeir eru í gamla Ramma, sem nú er ekki kallaður annað en Hollywood-skemman eða Pano-Ramma!