Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Innlögnum á geðdeild frá Suðurnesjum fækkar
Þriðjudagur 27. nóvember 2012 kl. 09:06

Innlögnum á geðdeild frá Suðurnesjum fækkar

Mikil aukning hefur orðið á fjölda samskipta hjá geð- og sálfélagslega teymi Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja og eftirspurn heldur áfram að aukast. Nú bíða um 150 manns eftir viðtölum við geðhjúkrunarfræðinga og/eða sálfræðinga hjá stofnuninni.  

Sigríður Snæbjörnsdóttir, forstjóri HSS, segir þó ánægjulegt að innlögnum íbúa af Suðurnesjum á geðdeild LSH hefur fækkað umtalsvert sem er væntanlega hægt að þakka öflugri geð- og sálfélagslegri starfsemi í heimabyggð.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024