Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Innilokaðir Grindvíkingar
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
mánudaginn 19. desember 2022 kl. 11:02

Innilokaðir Grindvíkingar

Grindvíkingar muna ekki annan eins snjó í u.þ.b. fimmtán ár en margt fór úr skorðum og var lokað til og frá Grindavík á laugardaginn. Ófremdarástand skapaðist en um 300 manns voru fastir í Bláa lóninu og aðrir 400 í Grindavík. Björgunarsveitin var auðvitað á fullu að aðstoða ökumenn og eins gátu strandaglópar haft aðsetur í Björgunarsveitarhúsinu en það fylltist fljótt og því þurfti að opna íþróttahúsið. Starfsfólk Nettó var kallað út svo strandaglóparnir gætu nærst en að sögn Fannars Jónassonar, bæjarstjóra Grindavíkur, tókust aðgerðir vel.

Snjómoksturstæki bæjarins voru auðvitað öll ræst út og göturnar ruddar og við það skapaðist eðlilega vesen fyrir bílaeigendur þar sem snjórinn af götunum myndaði skafla í innkeyrslum bílaeigenda. Athyglisverð umræða á samfélagsmiðlum Grindvíkinga um helgina en sumir kölluðu eftir að snjómokstursmenn myndu líka moka frá bílum þeirra. Það er að sjálfsögðu ekki í verkahring bæjaryfirvalda, fólk þurfti einfaldlega að klæða sig í útigallann, vopna sig skóflu og moka sjálft! Langt síðan Grindvíkingar höfðu upplifað svona snjó og áttuðu sig, á mánudagsmorgni voru flestar innkeyrslur mokaðar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þegar þeir Grindvíkingar sem stunda atvinnu utan bæjarmarkanna vöknuðu í morgun og heyrðu fréttirnar, þá var ljóst að nýta þyrfti fjarvinnubúnað því Grindavíkurvegurinn er enn og aftur lokaður og allar líkur á að sú verði raunin í allan dag.