Sunnudagur 10. júní 2007 kl. 12:15
Innheimtumenn tryggingafélaga að störfum í nótt
Innheimtumenn tryggingafélaganna voru að störfum í nótt. Tóku þeir númeraplötur af einni bifreið á Suðurnesjum og munu örugglega vera á ferðinni næstu nætur, þar sem talsvert er um það að bifreiðar Suðurnesjamanna séu ótryggðar.