Innflutningsbann til Chile kemur við Stofnfisk
- Tímabundin varúðarráðstöfun
Veirusýking greindist á dögunum í hrognkelsum hjá Tilraunastöð Hafrannsóknastofnunar í Grindavík og hafa yfirvöld í Chile því sett tímabundið innflutningsbann á íslensk laxahrogn. Stofnfiskur rekur starfsstöðvar í Vogum og er eina fyrirtækið í heiminum sem hefur haft heimild til að flytja laxahrogn til Chile. Á vef Stofnfisks kemur fram Tilraunastöð Hafrannsóknarstofnunar sé ekki staðsett nálægt Stofnfiski og því ekki hætta á að veirusýkingin berist á milli. Innflutningsbannið sé aðeins sett á sem varúðarráðstöfun. Vonir standa til að innflutningur íslenskra laxahrogna til Chile verði aftur leyfður fyrir áramót.