Innflæði kviku á allt að tíföldum hraða
Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands gerir landrisið við Þorbjörn að umfjöllunarefni á síðu sinni í hádeginu. Þar segir að þetta hraða landris var í raun viðbúið, þar sem innflæði kviku er áfram inn í silluna undir Þorbirni.
„Þann 10. nóvember flæddi mikið magn kviku úr sillunni inn í innskotið sem fór undir Grindavík og við það seig land mikið yfir sillunni. Aðstæður í jarðskorpunni núna eru því hagstæðar til móti kviku á nýjan leik og hefur því verið kastað fram að innflæðið nú sé allt að 10x hraðara en fyrir 10. nóvember.“
Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands benti fyrst á landrisið um helgina, en alla síðustu viku voru skýr merki á GPS mælum um að landris væri hafið á víðfemu svæði norðan Þorbjarnar. Svartsengi, Skipastígahraun og Eldvörp lyftust um allt að 15 mm á dag og ekkert hefur hægst á.