Innbrotsþjófur kallaði sjálfur á lögreglu
Innbrotsþjófur, karlmaður á aldrinum 17-18 ára, kallaði sjálfur á lögreglu þegar hann hafði lokið við tilraun til innbrots í Heiðarsel í Keflavík um helgina.Þjófurinn hafði brotið gler í brunaviðvörunarkerfi sem sendi tilkynningu á slökkvistöðina í Keflavík. Lögregla og slökkvilið komu því samtímis á staðinn.Sést hafði til karlmanns, 17-18 ára á staðnum en ekki tókst að hafa upp á honum.