Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Innbrotsþjófar við rúmstokkinn
Þriðjudagur 10. ágúst 2010 kl. 13:14

Innbrotsþjófar við rúmstokkinn


Gísli Reynisson og Helena María Árnadóttir urðu fyrir þeirri óskemmtilegri reynslu að brotist var inn á heimili þeirra að næturlagi um nýliðna verslunarmannahelgi. Helena var sofandi í svefnherberginu ásamt tveimur ungum börnum þeirra, tveggja og fimm ára en Gísli var á næturvakt. Að einhver væri heima virtist ekki skipta þjófanna neinu máli. Þeir fóru m.a. inn í herbergið þar sem Helena og börnin sváfu og stálu símanum hennar af náttborðinu, sem er kannski lýsandi hversu bíræfnir og forhertir menn eru sem þetta stunda. Þjófarnir höfðu auk þess á brott með sér heimilistölvuna og 42ja tommu flatsjónvarp.
„Fyrst og fremst er erfitt að finna öryggi. Maður upplifir að heimili manns er ekki það sama og áður.  Heimilið er ekki sá einkastaður sem það var,“ segir Helena María aðspurð um líðan hennar eftir innbrotið. Nánar verður fjallað um málið í Víkurfréttum á fimmtudaginn.

VFmynd/elg - Gísli Reynisson og Helena María Árnadóttir urðu fyrir barðinu á bíræfnum innbrotsþjófum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024