Innbrotsþjófar gengu berserksgang
Innbrot var framið í matvælafyrirtæki í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum um helgina og gengu hinir óboðnu gestir beinlínis berserksgang í húsnæðinu. Búið var að velta um tækjum, tölvum og öðrum munum. Ekki liggur fyrir hversu mikið af búnaðinum er ónýtur.
Þá var búið að henda fötum, sem höfðu að geyma krydd, í gólfið. Í kæligeymslu var búið að steypa úr tveimur stórum bölum sem höfðu að geyma humarsúpu og að auki hafði hveiti verið sturtað á gólf.
Lögregla rannsakar málið.