Föstudagur 5. febrúar 1999 kl. 21:22
				  
				INNBROTAFARALDUR
				
				
				
Innbrotafaraldur hefur geysað á Suðurnesjum. Dagleg innbrot hafa verið staðreynd og í nógu að snúast hjá lögreglu og rannsóknardeild.24. janúar var brotist inn í áhaldaleigu og bifreiðaverkstæði A-HA í Keflavík.  Þar voru unnin stórfelld skemmdarverk innan dyra auk þess sem bifreið utan dyra var skemmd. Málið telst upplýst.25. janúar komu ,,þekktir” menn af höfuðborgarsvæðinu í heimsókn á Suðurnesin.  Gerðu þeir tilraun til innbrots í versluna Hólmgarð í Keflavík.  Fóru þeir því næst til Grindavíkur og brutust inn í bókaverslun, bókasafn og bæjarstjórnarskrifstofur í þjónustukjarnanum við Víkurbraut auk þess að gera tilraun til að komast inn versluna Mónakó.  Voru mennirnir handteknir á Reykjanesbrautinni á ,,heimleið”og telst málið upplýst.26. janúar var brotist inn í söluskála ESSO í Vogum og skemmdir unnar en litlu stolið.  Málið telst upplýst og að auki upplýstist innbrot í bifreið í Reykjavík.27. janúar var brotist inn í söluskála ESSO í Garði.  Voru þrír aðilar handteknir með þýfi í Sandgerði og telst málið upplýst.28. janúar var brotist inn í tug bíla í Sandgerði.  Lítið tjón var unnið enda margar bifreiðarnar ólæstar en lögreglan hafði hendur í hári tveggja ,,utanumdæmisaðila” á vettvangi og telst málið upplýst.31. janúar var brotist inn í Hólmgarð í Keflavík og söluskála ESSO í Garði.  Þessi mál eru einnig upplýst.Lögreglan í Keflavík er að vonum ánægð með árangurinn (100%) og vill þakka árverkni íbúa að sum þessara brota upplýstust með skjótum hætti.  Þá vill lögreglan ítreka fyrir íbúum svæðisins að læsa húsnæði, bifreiðum og almennt gæta eigna sinna.