Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Innbrot við Háseylu í Innri-Njarðvík
Innri-Njarðvík.
Fimmtudagur 20. nóvember 2014 kl. 11:45

Innbrot við Háseylu í Innri-Njarðvík

- gluggi spenntur upp með kúbeini. Nágrannar vara hvern annan við.

Samkvæmt heimildum Víkurfrétta var gluggi spenntur upp með kúbeini og farið inn af palli húss við Háseylu í Innri-Njarðvík á dögunum. Fulltrúi rannsóknardeildar lögreglunnar á Suðurnesjum hefur staðfest að tilkynnt hafi verið um innbrotið. Spurður segir hann að mjög lítið hafi verið um innbrot í umdæminu undanfarið og alls enginn faraldur. Ekki hefur verið upplýst um hver braust inn.

Í kjölfar innbrotsins setti íbúi í Innri-Njarðvík tilkynningu á sameiginlegt Facebook svæði íbúanna og hvatti þá jafnframt um að læsa að sér og passa hvert annað. „Látið lögreglu vita um grunsamlegar mannaferðir og takið niður bílnúmer,“ segir hann jafnframt og hvetur svo til að láta skilaboðin berast. Góð viðbrögð voru meðal hópmeðlima við tilkynningunni og greinilega öflug nágrannagæsla. Einn íbúi bætti við hvatningu um að hafa góða lýsingu umhverfis húsin, slíkt gæti komið í veg fyrir innbrot. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024