Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mánudagur 7. maí 2001 kl. 11:17

Innbrot um miðjan dag

Nokkuð hefur verið um innbrot á svæðinu um helgina. Um miðjan daginn í gær var brotist inn í hús í Njarðvík og á föstudag var farið í tvo báta í Njarðvíkurhöfn.
Innbrotið átti sér stað á milli kl. 16 og 23 í gærdag. Þjófarnir höfðu á brott með sér fartölvu að verðmæti 160.000, Gsm-síma auk þess sem nokkru magni að léttvíni var stolið. Innbrotið er enn óupplýst. Það sama má segja um innbrotin í bátana þar sem flotgöllum og verkfærum var stolið. Í öðrum bátnum var rótað í lyfjakassa en ekkert tekið.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024