Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Innbrot og skemmdarverk
Föstudagur 8. september 2006 kl. 09:22

Innbrot og skemmdarverk

Í gærkvöld var lögregluni í Keflavík tilkynnt var um innbrot í skemmu á lóð gömlu bræðslunnar í Sandgerði. Hurð hafði verið spörkuð upp og var búið að róta til geymslunni. Ekki var hægt að sjá í fljótu braði hvað var horfið né er vitað hver var að verki.
Í gær var einnig tilkynnt um þjófnað á bílkerru við Fitjabraut í Njarðvík. Um er að ræða gráa vélakerru með tveimur hásingum.
Þá var tilkynnt um skemmdir á bifreið við leikskólann Krók í Grindavík. Þar hafði Renault Kangoo bifreið verið rispuð á vinstri hlið með lykli eða einhverjum oddhvössum hlut.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024