Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Innbrot og skemmdarverk
Miðvikudagur 7. júní 2006 kl. 09:07

Innbrot og skemmdarverk

Tilkynnt var í gærmorgun til lögreglu um innbrot í trésmíðaverkstæði í Grófinni. Þar hafði verið farið inn um glugga og stolið Bosch fræsara, Haubold heftibyssu, Bosch hleðsluborvél og eyrnarhlífum. Telja má líklegt að þeir sem þarna voru að verki hafi brotist inn aðfaranótt s.l. fimmtudags eða föstudags.

Síðdegis í gær var svo tilkynnt um innbrot í vinnuskúr við Vesturhóp í Grindavík. Hafði verið stolið þar Hilti laser hæðakíkir.

Þá var tilkynnt um skemmdir á bifreið við Suðurgötu. Hafði hægri hlið bifreiðarinnar verið rispuð, líklega aðfaranótt sunnudags.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024