Innbrot og hraðakstur
Tvö innbrot voru tilkynnt til lögreglunnar í Keflavík í gærmorgun. Brotist hafði verið inn í Kertagerðina að Strandgötu 18 í Sandgerði, þaðan sem peingum að upphæð kr. 10.000 var stolið og í skrifstofuhúsnæði Verslunarmannafélags Suðurnesja við Vatnsnesveg 14 í Keflavík þaðan sem skjávarpa var stolið. Þá voru þrír ökumenn kærðir fyrir hraðakstur í umdæmi lögreglunnar í Keflavík auk þess sem nokkrir aðrir ökumenn fengu kærur vegna annarra umferðarlagaborta svo sem fyrir notkun farsíma við akstur án handfrjáls búnaðar og fyrir að nota ekki bílbelti.